spot_img

Adam Eiður í Hött

Héraðbúar eru þessa dagana að safna liði fyrir komandi átök í 1. deild karla. Í dag tilkynnti félagið að Adam Eiður Ásgeirsson hefði samið við liðið um að leika með Hetti á komandi leiktíð.

Adam Eiður kemur frá Njarðvík og fylgir þar með fyrrum þjálfara sínum Einari Árna Jóhannssyni til Egilsstaða þar sem hann tók við þjálfara stöðu liðsins í sumar. Liðinu stýrir hann með Viðari Erni Hafsteinssyni sem þekkir vel til. Höttur féll úr úrvalsdeild á nýliðnni leiktíð en liðið náði besta árangri sem falllið hefur náð. Koma Adams sýnir að liðið ætlar sér fljótt upp í deild þeirra besti á nýjan leik.

Tilkynningu Hattar má finna hér að neðan:

Samið hefur verið við Adam Eið Ásgeirsson um að spila með okkur næsta tímabil, Adam er 23. ára og uppalinn í Njarðvík og mun koma í Egilsstaði um miðjan ágúst. Adam lék með Njarðvík í fyrra og var í Bandaríkjunum í skóla árið þar á undan. Ásamt því að spila með meistaraflokki þá mun Adam sjá um styrktarþjálfun hjá félaginu. Frábær viðbót í félagið og gott skref að fá styrktarþjálfara fyrir yngri flokka til að gera starfið hjá okkur enn öflugra. Bjóðum Adam velkominn og hlökkum til að fá hann austur í blíðuna

Fréttir
- Auglýsing -