spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAdam Eiður eftir árið með John Brown Golden Eagles "Lítið hægt að...

Adam Eiður eftir árið með John Brown Golden Eagles “Lítið hægt að væla undan íþróttum á tímum sem þessum”

Fyrir tæpu ári síðan ákvað bakvörðurinn Adam Eiður Ásgeirsson að halda vestur um haf og ganga til liðs við John Brown Golden Eagles. Golden Eagles eru í Arkansas fylki og leika í efsta hluta NAIA deildar bandaríska háskólaboltans.

Adam Eiður lék upp alla yngri flokka Njarðvíkur og með meistaraflokk félagsins. Eitt tímabil, 2017-18, var hann með Þór í Dominos deildinni, en hann fór svo aftur til Njarðvíkur eftir það. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands.

Karfan setti sig í samband við Adam og spurði hann út í árið í háskólaboltanum.

Hvernig fannst þér þetta ár ganga með John Brown?

“Þetta var mjög gaman, liðið var mjög gott og frábær andi. Persónulega gekk mér ágætlega fyrir áramót, spilaði rullu í leikjum og fannst ég gera ágætlega, en eftir áramót minnkaði spilatíminn til muna”

Er mikill munur á lífinu í Arkansas og hér heima?

“Gríðarlegur munur. Ég var í suðrinu þannig að fyrir mér var stærsti munurinn hvað allir eru strangtrúaðir, maður þurfti að mæta í kirkju og við báðum fyrir æfingar og leiki”

Er mikill munur á körfuboltanum sem þú þurftir að aðlagast þarna og hér heima?

“Mér fannst hellings munur á boltanum í öllum þáttum, en stærsta atriðið fannst mér vera svona micro-management. Menn fá mikið meira svigrúm til að gera mistök hérna heima, á meðan manni var sagt til syndanna fyrir að blikka augunum í JBU”

Er mikill munu á tímabilinu hér heima og úti í háskólaboltanum?

“Já, töluverður munur. Tímabilið byrjar seinna og endar fyrr, en samt fleiri leikir en hérna heima. Þétt leikið og alla jafnan lengri ferðarlög”

Nú endaði tímabilið nokkuð snemma hjá flestum í körfuboltaheiminum vegna Covid-19 faraldursins, voru það mikil vonbrigði? Náðuð þið að klára tímabilið og skóla?

“Já þetta var óheppilegt, við vorum að gera okkur klára í NAIA National Tournamentið og okkur fannst við eiga góðan séns þar, en auðvitað lítið hægt að væla undan íþróttum á tímum sem þessum. Klárum þessa önn í fjarnámi á netinu”

Nú varst þú að klára þitt fyrsta ár úti á Bandaríkjunum. Ertu að fara aftur út næsta haust? Hver eru helstu markmiðin körfuboltalega fyrir næsta tímabil?

“Fer ekki aftur í JBU, en ætla bara að sjá hvað gerist. Markmiðið bara að bæta sig og hafa gaman!”

Fréttir
- Auglýsing -