spot_img
HomeFréttirAð setja niður "Fjarka" í framtíðinni.

Að setja niður “Fjarka” í framtíðinni.

 

Nú þegar Stephen Curry er hvað eftir annað að láta þriggja stiga skot líta út eins og hvað annað sniðskot þá hafa raddir verið uppi um hvort mögulega ætti að gera eitthvað í málinu.  Jafnvel kynna til sögunar 4 stiga skot?

 

"Þegar ég æfði körfubolta þá æfði ég aldrei þriggjastiga skot mitt.  En í dag þá eru krakkar ekki að gera neitt annað og leikurinn er að breytast.  Það er alltaf eitthvað nýtt á 10 til 15 ára fresti í leiknum. Ef þú myndir setja fjögurra stiga línu þá myndu allir byrja að æfa það. Og þegar þetta er æft þá verðuru góður í því. Mögulega eftir 5 eða 10 ár þá verða allir að skjóta "fjarka" "  sagði Larry Bird í viðtali vestra hafs.

 

Leikurinn er alltaf að breytast og minni Bird á það að 1954 hafi komið 24 sekúndna skotklukka, teigurinn stækkaði úr 12 fetum í 16 fet árið 1964 og þriggjastiga línan kom 1979.

 

"Þetta er í raun kómískt.  Deildin verður aðhlátursefni og ég mun sitja fremst og hlægja hátt.  Afhverju erum við alltaf að reyna að breyta leiknum? Það er engin annar með þá drægni sem að Curry (Stephen) hefur.  Kyle Korver er frábær skotmaður en hann hefur ekki þessa drægni.   Ef það væru kannski 10 aðrir í boltanum sem gætu skotið boltanum svona líkt og Curry þá gætum við mögulega farið að tala um slíkar breytingar." sagði Reggie Miller og fannst þessi hugmynd augljóslega fáránleg.

Fréttir
- Auglýsing -