Í gærkvöld sigraði Ísland Kýpur nokkuð örugglega í undankeppni EuroBasket 2017. Einhver voru tilþrifin í leiknum, líklegast til engin þó eins og þessi sem að við sjáum í myndbrotinu hér fyrir neðan. Í því sjáum við hvernig Brynjar Þór Björnsson brennir af þriggja stiga skoti og Kristófer Acox tekur frákastið og treður í sömu hreyfingu með miklum tilþrifum.
Við þökkum Leikbrot fyrir þetta fína myndband af sókninni.