Úrvalsdeildin á Spáni er ekkert slor en þar eigum við Íslendingar tvo fulltrúa og annar þeirra, Haukur Helgi Pálsson, birtist í skemmtilegri klippu hjá ACB TV á dögunum. Við fullyrðum ekkert um hvað kappinn er að reyna að segja en þetta á víst að vera spænska hjá Fjölnismanninum unga. Við skulum bara segja að hann sé að senda kveðju heim til Íslands.
Hér er videoið góða með nokkrum skemmtilegum atvikum en engu þó betra en þegar íslenski víkingurinn hefur upp raust sína á spænsku. Haukur er þó þekktur fyrir mikla aðlögunarhæfni sína og því ekki loku fyrir það skotið að innan tíðar verði hann farinn að kenna Kristni R. Ólafssyni í Madríd sitthvað á tungumálinu.