spot_img
HomeFréttirAarica Ray-Boyd til liðs við kvennalið KR

Aarica Ray-Boyd til liðs við kvennalið KR

11:00

{mosimage}

Kvennalið KR hefur fengið til liðs við sig Aarica Ray-Boyd, bandaríska stúlku. Aarica er mætt til landsins og tók þátt í sinni fyrstu æfingu í morgun [gær]. Aarica spilaði háskólabolta með Louisinana Tech þar sem hún var stigahæst á sínu síðasta ári.

 

 

 

 

 

Aarica er 23 ára gömul, fædd í Toledo í Ohio fylki. Hún lék fjögur ár með Louisiana Tech háskólanum í Western Athletics riðlinum í NCAA. Á sínu fjórða ári í skólanum var hún stigahæst með 14,2 stig að meðaltali í leik. Síðasta vetur var hún áfram í skólanum til þess að klára háskólagráðuna sína en mátti ekki leika með liðinu.

Jóhannes Árnason, þjálfari meistaraflokks kvenna, var glaður að vanda þegar heimasíðan ræddi við hann í hádeginu. „Mér líst vel á Aaricu. Hún tók sína fyrstu æfingu í morgun og ég er viss um að þarna sé á ferðinni hörkuleikmaður sem mun koma til með að nýtast liðinu vel í vetur. Ég er einnig ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að falla vel inn í hópinn."

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -