spot_img
HomeFréttirAabyhøj í undanúrslit bikarsins í Danmörku

Aabyhøj í undanúrslit bikarsins í Danmörku

Arnar Guðjónsson er kominn með Íslendingaliðið Aabyhøj í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í körfuknattleik. Liðið sló út lið SISU á útivelli en þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Aabyhøj kemst í undanúrslit keppninnar.
SISU – Aabyhøj
 
SISU tóku á móti íslensku strákunum í Aabyhøj fyrr í vikunni í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar fyrir framan mjög lítinn fjölda áhorfenda en um 35 manns voru í húsinu. Lítið var um dýrðir í leiknum sóknarlega en ef að menn eru fyrir varnarleik eins og undirritaður að þá var þetta hin besta skemmtun. Árósardrengirnir komust áfram í bikarnum með 8 stiga sigri á drengjunum frá Gentofte 56-64.
 
SISU koma sterkir inn í upphafi leiks og komast i 15-6 með einni svaðalegri troðslu frá Jenar Harrison beint í andlitið á Demetrius Phillips. Gestirnir frá Árósum létu það ekki á sig fá og skora 7 stig í röð og minnka munin í 15-13. Mickey Dennis fær síðan galopið skot og setur þrist og staðan 18-13. Rasmus Søby svaraði strax með þristi og staðan í lok leikhlutans 18-16.
 
Í öðrum leikhluta virtist ekkert ganga sóknarlega hjá báðum liðum en fá skot virtust rata ofaní. Aabyhøj spilaði fanta góða vörn og SISU áttu í miklum erfiðleikum með að koma af skoti en rifu niður hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Staðan þegar að 7 og hálf mínúta var búin af leikhlutanum 25-22. Darko Jukic tók síðan sóknarleik Aabyhøj í sínar hendur og skoraði 5 stig þar sem að eftir lifði leikhlutans. En SISU vinna síðan leikhlutann 14-13 og staðan 32-29 þegar flautað er til hálfleiks.
 
Aabyhøj koma sterkir inn í 3 leikhluta og skora 8 stig í röð og Aabyhøj komnir yfir 32-37 eftir þrist frá Ólafi Jónasi Sigurðssyni. Þjálfari SISU tekur leikhlé þegar að 2 mínútur eru búnar. Það virtist bara hleypa lífi í D’Mario Curry sem að skoraði 13 af sínum 22 stigum í þriðja leikhluta. Guðni Heiðar Valentínusarson var búinn að vera sterkur í leiknum varnarlega og undir lok leikhlutans fær hann 2 víti eftir að honum er hent í gólfið af Mickey Dennis. Bæði rötuðu rétta leið og staðan í lok þriðja leikhluta 46-53.
 
Í loka leikhlutanum sést greinilega að SISU ætla að berjast fyrir lífi sínu í bikarnum en góð varnarvinna hjá Aabyhøj setti strik í reikninginn og lítið virtist ganga hjá heimamönnum að klára sínar sóknir. En í stöðunni 48-58 nær Jenar Harrison að troða boltanum ofan í körfuna þeir ná að minnka muninn í 3 stig 55-58. Arnar Guðjónsson ákveður þá að taka tíma og segir Árósar drengunum að þeir verði að halda haus síðustu 3 mínútur leiksins og spila sinn leik til að klára leikinn. Rasmus Søby tekur hann á orðinu og þrist úr horninu og Aabyhøj komnir 6 stigum yfir. SISU virtust alveg búnir á því og ekkert gekk hjá þeim að koma boltanum ofan í og síðust 4 stigin í leiknum koma öll úr vítum, en SISU pressaði allan völlinn síðust 2 mínúturnar og brutu um leið og tækifæri gafst. Ólafur Jónas Sigurðsson innsiglar síðan sigur Aabyhøj 56-64. En þetta er í fyrsta skipti í 8 ár að liðið er í fjögurra liða úrslitum í bikarkeppninni.
 
Stigahæstu menn SISU voru Daniel Rutherford með 19 stig og Jenar Harrison með 17
 
Stigahæstu menn Aabyhøj voru D’Mario Curry með 22 og Darko Jukic með 13. Ólafur Jónas Sigurðsso átti einnig góðan leik fyrir Aabyhøj og var með 9 stig. Guðni Heiðar Valentínusarson átti einnig góðan leik og spilaði rúmar 12 mínútur og var með 2 stig og 5 fráköst.
 
Aabyhøj eiga erfiða andstæðinga í undanúrslitum en þeir mæta Svendborg Rabbits sem að eru ennþá taplausir í vetur.
 
Horsens IC – Bakken Bears
 
Sigurður Einarsson og liðsfélagar hans í Horsens IC töpuðu fyrir Bakken Bears í 8 liða úrslitum í bikarnum 76-67. Undirritaður veit lítið um framgang leiksins sökum þess að ekki var tekin tölfræði í þessum leik. En eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-17 fyrir Horsens. Í hálfleik var staðan 35-29 og eftir 3. leikhluta 59-52. Bakken sigra svo eins og áður sagði 77-67.
 
En þá liggur ljóst fyrir að bæði liðin úr Árósum, Bakken Bears og Aabyhøj eru í undanúrslitum.
 
Sveinn Pálmar Einarsson skrifar frá Danmörku
 
  
Fréttir
- Auglýsing -