Sambíómót Fjölnis fór fram á dögunum en mótið er fyrir yngstu iðkendur íþróttarinnar. Steinar Davíðsson formaður KKD Fjölnis gerir mótinu snörp skil hér að neðan:
Sambíómótið í ár sem er eitt af hápunktum hjá okkur í Fjölni fyrir yngstu krakkana tókst vel eins og öll hin árin, veður setti þó strik í reikninginn því að nokkur lið utan af landi komust ekki til okkar út af veðri, það munu nokkur tár hafa runnið vegna þessa, því að þessi helgi er mikil tilhlökkun hjá krökkunum, þau sem hafa sótt mótin hjá Fjölni muna eftir því alla ævi hvað var gaman.
Þáttakendur mættu snemma á laugardagsmorguninn og fengu afhend armbönd og svo var farið strax að keppa, farið í bíó og aftur að spila, þegar kvöldaði þá voru hinar víðfrægu kjötbollur gerðar góð skil og farið í kvöldvökuna til Ragga Torfa með blysför. Það er alltaf mikil spenna hjá þeim yngstu hvað hann töfrar fram á kvöldvökunni, Raggi fór á kostun eins og venjulega, eftir kvöldvökuna fóru allir upp í Rimaskóla að fá sér súkkulaðiköku og mjólk fyrir svefninn.
Á sunnudeginum var vaknað eldsnemma og spilað fram að hádegi og endað með pizzuveislu og verlaunaafhendingu, allir fengu verðlaunapening því að á Sambíómótinu vinna allir. Allir sigurvergarar.
Nánast allir í körfuknattleiks deildinni koma að mótinu, þeir yngstu keppa en hinir eldri eru allir að hjálpa til.
Steinar Davíðsson
Formaður KKD Fjölnis