spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁ leiðinni heim frá Tene

Á leiðinni heim frá Tene

Grindavíkingar eru að endurheimta Anrór Tristan Helgason fyrir lokaátök Bónus deildar karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Arnór Tristan er að upplagi úr Grindavík og lék með liðinu til loka síðasta tímabils. Þá hélt hann til Tenerife á Spáni þar sem hann hefur leikið það sem af er tímabili. Arnór, sem er fæddur 2006, átti frábært tímabil fyrir Grindavík í fyrra er liðið fór alla leið í oddaleik úrslita.

Tilkynning:

Það má reikna með einhverjum upptakti í troðslum í leik Grindavíkur á næstu vikum þar sem háloftafuglinn Arnór Tristan Helgason er mættur og ætlar að klára tímabilið heima. Hann kemur heim reynslunni ríkari eftir að hafa spilað með ungmennaliði CB 1939 Can­ari­as á Spáni í vetur.

Arnór, sem er fæddur 2006, sló heldur betur í gegn með Grindavík í fyrra þar sem hann tróð með látum yfir mann og annan milli þess sem hann smellti þristum. Hann er einn efnilegasti leikmaður Íslands í sínum aldursflokki og sannkallaður happafengur fyrir okkur að fá hann heim á þessum tímapunkti.

Fréttir
- Auglýsing -