Álftnesingar hafa samkvæmt heimildum samið við Alexis Yetna fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.
Alexis er 26 ára 203 cm franskur framherji sem kemur til liðsins frá Fairfield í bandaríska háskólaboltanum, en ásamt þeim lék hann einnig fyrir Seton Hall og South Florida á háskólaferil sínum. Með Fairfield skilaði hann 7 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá var hann á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Frakklands, þar sem hann vann til bronsverðlauna með liðinu á EM 2017.