A landslið okkar mun halda til Lúxemborgar á morgun og taka tvo vináttuleiki við heimamenn þar. Leikirnir eru liður að undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins. Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magnússon hafa sagt sig úr hópnum fyrir þessa ferð af persónulegum ástæðum en mæta svo til æfinga eftir þessa leiki.
Liðið sem heldur til Lúx á morgun er eftirfarandi:
Axel Kárason – Værlöse, Danmörk • Framherji • f. 1983 – 192 • 28 landsleikir
Elvar Már Friðriksson – Njarðvík • Bakvörður • f. 1994 • 182 cm • 4 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson – Breogan, Spánn • Framherji • f. 1992 • 198 cm • 23 landsleikir
Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð • Miðherji • 1982 • 200 cm • 73 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson – Valladolid, Spánn • Bakvörður • f. 1988 • 190 cm • 29 landsleikir
Logi Gunnarsson – Njarðvík • Bakvörður f. 1981 • 192 cm • 99 landsleikir
Martin Hermannsson – KR • Bakvörður • f. 1994 • 190 cm • 13 landsleikir
Ólafur Ólafsson – Grindavík • Framherji • f. 1990 • 194 cm • 6 landsleikir
Pavel Ermolinskij – KR • Bakvörður • f. 1987 • 202 cm • 38 landsleikir
Ragnar Ágúst Nathanaelson – Þór Þorlákshöfn • Miðherji • f. 1991 • 218 cm • 13 landsleikir
Sigurður Ágúst Þorvaldsson – Snæfell • Framherji • f. 1980 • 202 cm • 47 landsleikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Grindavík • Miðherji • f. 1988 • 204 cm • 38 landsleikir
Aðrir leikmenn sem hafa ekki gefið kost á sér í komandi verkefni eru eftirfarandi:
Brynjar Þór Björnsson
Darri Hilmarsson (meiddur)
Finnur Atli Magnússon (meiddur)
Helgi Rafn Viggósson
Jakob Örn Sigurðarsson
Jóhann Árni Ólafsson
Kristófer Acox (meiddur)
Marvin Valdimarsson
Mirko Stefán Virijevic
Ómar Örn Sævarsson
Ægir Þór Steinarsson (meiddur)