Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Njarðvíkur í Bónus deildinni Brynjari Kára Gunnarssyni. Brynjar Kári er 19 ára bakvörður sem að upplagi er úr Fjölni í Grafarvogi, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka þeirra hóf hann að leika fyrir meistaraflokk félagsins 16 ára gamall tímabilið 2021-22. Fyrir yfirstandandi tímabil skipti hann svo yfir til Njarðvíkur í Bónus deildinni, en þar hefur hann verið að spila um 13 mínútur að meðaltali í leik. Þá hefur Brynjar Kári verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.
- Nafn? Brynjar Kári Gunnarsson
- Aldur? 19 ára
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? Fjölnir
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Líklegast þegar ég varð 2x Íslandsmeistari sömu helgi árið 2021, með mínum flokk og eldra ári.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ég reyndi einu sinni afturábak lay-up í leik sem hitti ekkert nema loftið.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Khalil Shabazz
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nocco og Snickers fyrir leiki.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can og Fred again.
- Uppáhalds drykkur? Sódavatn
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Rúnar Ingi Erlingsson
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ég myndi fá Hilmi Arnarson úr Haukum.
- Í hvað skóm spilar þú? Ja 2’s og Lebron 21.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grafarvogurinn
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Warriors
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Jordan
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór og Ægir þór Steinarsson.
- Sturluð staðreynd um þig? Er 9x Íslandsmeistari.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hita upp
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Guðmund Aron, Hilmi Arnar og Snjólf Marel.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei. Fylgist með þegar íslensku landsliðin spila.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég myndi aldrei spila fyrir Sindra.