spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPétur Ingvars fer úr jólapeysunni í janúar

Pétur Ingvars fer úr jólapeysunni í janúar

Stjarnan hafði betur gegn Keflavík í 10. umferð Bónus deildarinnar í Umhyggjuhöllinni í kvöld, 97-93.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pétur Ingvarsson þjálfara Keflavíkur eftir leikinn.

Pétur, þið mætið náttúrulega hérna toppliðinu á útivelli og þetta er jafn leikur…en menn eru auðvitað aldrei sáttir með að tapa samt sem áður, hvernig sérð þú þetta?

Bara akkúrat svoleiðis! Við erum að berjast hérna við toppliðið í deildinni á þeirra heimavelli. Ef við hefðum ekki látið þá taka svona mikið af sóknarfráköstum og ef við hefðum hitt aðeins meira úr opnum sniðskotum að þá hefði þetta hugsanlega orðið önnur niðurstaða. En það er eitthvað sem er bara í baksýnisspeglinum og við getum svo sem ekkert breytt því úr þessu, sko.

Sennilega ekki…það er ekki búið að finna upp tímavélina…

…kannski…en við erum allaveganna ekki með hana hérna í Keflavík!

Neinei, hún hefur ekki borist þangað! Þeir tóku einhver 17 sóknarfráköst ef ég man rétt, það er náttúrulega of mikið.

Klárlega.” 

Nú eiga menn off leiki og allt það…en Marek greyið var bara ekki alveg tengdur í kvöld, skoraði 2 stig, klúðraði einhverjum 3 galopnum sniðskotum og maðurinn er 2 og 20 eða eitthvað…Reischel var ekki heldur on…það er pínu fúlt að horfa upp á það, þetta eru atvinnumenn í körfubolta…?

Að sjálfsögðu, en menn eiga ekki alltaf góðan dag. Þetta var mjög físikal leikur, Stjarnan spilar mjög stíft bæði sóknarlega og varnarlega, þegar þú ert kannski búinn að missa eitthvað smá sjálfstraust á einhverjum tímapunkti í þessum leik þá er þetta pínu erfitt, sama hversu hár þú ert og hvað þú ert búinn að vera lengi í þessu eða hvað maður er. En við vitum alla veganna í næsta leik þegar við spilum við þá hvernig þeir spila og verðum kannski aðeins betur undirbúnir undir svona baráttu og hörku. Ef mönnum er leyft að spila svona þá verðum við að reyna að aðlagast því.

Ég skil hvað þú átt við. Það er eitt sem ég þykist hafa hoggið eftir með þína menn og svo sem kannski einhver önnur lið líka í deildinni, sem eru ekki með þessa hreinræktuðu þungu sterku fimmu…nú var Shaq að setja einhver 29 stig á ykkur og var að taka eitthvað af þessum sóknarfráköstum…er þetta vandamál eða?

Klárlega í þessum leik, við vorum kannski búnir að undirbúa okkur aðeins öðruvísi fyrir hann. Við bjuggumst kannski ekki alveg við því að hann væri alveg svona rosalega góður í því sem hann er að gera. Hann hitti þristi og raðaði vítum, hann fór í erfið skot sem skoppuðu ofaní meðan að svipuð skot hjá okkur skoppuðu ekki ofan í, þetta er heimavöllur þeirra og þeir eru með sjálfstraust. En hann er góður og átti mjög góðan leik hérna á móti okkur. En hann er svo sem ekkert hærri eða sterkari en okkar menn þannig séð sko, aðeins hrárri íþróttamaður en hann var allaveganna mjög góður í kvöld, það er engin spurning.”  

Akkúrat. En það er svo sem kannski ekki mikið meira að segja, það er bara áfram gakk…?

Það er engin spurning, við erum kannski komnir með lið…við spiluðum svo leiki við Tindastól sem var toppliðið og er frábært lið…

…jájá, takið þá tvo leiki í röð, í deild og bikar…

…það er á heimavelli, svo komum við hérna á útivöll og gefum Stjörnunni svona mesta leikinn í svolítið langan tíma, þeir hafa unnið eiginlega alla leiki með 20 stigum eða svo. En mér sýnist að efniviðurinn sé til staðar hjá okkur núna, svo er bara hvað þjálfarinn getur náð úr þessu. Hann er bara að pæla í einhverjum jólapeysum núna og einhverri þvælu sko, en ekki að þjálfa liðið!

Þetta lagast í janúar!?

Vonandi!

Fréttir
- Auglýsing -