spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFjórir í röð hjá ÍR

Fjórir í röð hjá ÍR

ÍR lagði Hött á Egilsstöðum í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla, 79-82.

Eftir frekar hæga byrjun á tímabilinu hefur ÍR nú unnið fjóra leiki í röð og eru þeir eftir leikinn í 8.-9. sæti deildarinnar með 8 stig líkt og Álftanes. Höttur er hinsvegar einum sigurleik fyrir neðan þá í 10.-11. sætinu með 6 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Lengst af framan af leik voru það heimamenn sem leiddu, en í seinni hálfleiknum voru það gestirnir úr Breiðholti sem náðu að vera á undan. Mest fór forysta þeirra í 12 stig í þriðja leikhlutanum, en í lokaleikhlutanum var munurinn minni og að lokum voru það tvö víti frá Jacob Falko sem innsigluðu sigur þeirra, 79-82.

Atkvæðamestir heimamanna í leiknum voru Nemanja Knezevic með 11 stig, 18 fráköst og Justin Roberts með 19 stig og 5 stoðsendingar.

Fyrir gestina var áðurnefndur Jacob Falko atkvæðamestur með 23 stig og 5 fráköst. Honum næstur var Matej Kavas með 17 stig og 6 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -