Nýliðar KR lögðu Hauka í Ólafssal í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla 88-97.
Eftir leikinn er KR um miðja deild með 10 stig á meðan Haukar eru í neðsta sætinu með 2 stig.
Karfan spjallaði við Emil Barja þjálfara Hauka eftir leikinn. Sagði Emil meðal annars að hann myndi ekki halda áfram með liðið eftir að þessi leikjatörn fyrir jól væri á enda, en bar hann við að of mikið væri að gera hjá sér, þar sem hann er einnig þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu og með tvö lítil börn á heimilinu.