spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá KR í Ólafssal

Öruggt hjá KR í Ólafssal

Nýliðar KR lögðu Hauka í Ólafssal í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla. Eftir leikinn er KR um miðja deild með 10 stig á meðan Haukar eru í neðsta sætinu með 2 stig.

Fyrir leik

Nákvæmlega ekkert gengið á þessu tímabili hjá Haukum, ef frá er talinn síðasti leikur sem var þeirra fyrsti sigur í deildinni. Þjálfarabreytingar, hreyfingar á leikmannahópi og fleira sem mögulega hefur hjálpað til við að ná í þennan eina sigur þeirra. Nýliðar KR aftur móti verið ágætir í Bónus deildinni, oftar en ekki verið í leikjum á móti liðum, en þó aðeins í 7.-8. sæti deildarinnar með fjóra sigra eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Gangur leiks

Gestirnir úr Vesturbænum hófu leikinn á 0-8 áhlaupi. Þar sem bæði leit vörn Hauka út fyrir að geta ekki haldið miklu, sem og var sóknarleikur þeirra ekki upp á marga fiska, skora aðeins eina körfu fyrstu þrjár mínútur leiksins. Þá forystu nær KR að auka við hægt og rólega út fyrsta fjórðunginn, en þegar hann er á enda munar 11 stigum á liðunum, 21-32. KR lætur kné fylgja kviði í öðrum leikhlutanum. Fá nokkra þrista til að detta fyrir sig og eru með gífurlega virðulegt 23 stiga forskot þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 36-59.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Steven Verplancken með 9 stig á meðan Linards Jaunzems var kominn með 16 stig fyrir KR.

Smá kraftur er í heimamönnum á upphafsmínútum seinni hálfleiksins og er eins og ræða Emils Barja í klefa hafi virkað því liðið opnar þriðja fjórðunginn á 10-2 áhlaupi. Allt annað að sjá liðið sem hægt og bítandi hótar því að vinna sig aftur inn í leikinn. Komast í nokkur skipti innfyrir 10 stigin í þeim þriðja, en fyrir lokaleikhlutann leiðir KR enn með 13 stigum, 65-78.

Í upphafi þess fjórða er svo komið að áhlaupi KR, en þeir ná að hefja fjórðunginn á 0-9 áhlaupi og ná því aftur að koma sér í frekar þægilega stöðu. Með um 8 mínútur til leiksloka og yfir, 65-84. Barátta heimamanna á lokamínútunum var þó nokkur, þó þeir hafi ekki almennilega náð að komast inn í leikinn. Forskot gestanna er 11 stig þegar tæpar 3 mínútur eru eftir, 77-88 og að lokum vinna þeir nokkuð örugglega, 88-97.

Kjarninn

Haukaliðið er samkvæmt töflunni lélegasta lið deildarinnar. Voru það svo sannarlega einnig á vellinum í fyrri hálfleik leiksins í kvöld. Áttu lítið sem ekkert í nýliða KR, hvorki á varnar eða sóknarhelmingi vallarins. Frammistaðan öllu betri í seinni hálfleiknum og mátti litlu muna að KR hefði kastað þessum eftir að hafa leitt með tæpum 30 stigum um miðbygg leiksins.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir KR í kvöld var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 24 stig, 8 fráköst og 13 stoðsendingar. Honum næstur var Linards Jaunzems með 19 stig og 6 fráköst.

Fyrir Hauka var það Steeve Ho You Fat sem dró vagninn með 14 stigum, 13 fráköstum og Steven Verplancken bætti við 19 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Hvað svo?

Haukar eiga leik næst þann 18. desember gegn ÍR í Skógarseli. KR á svo leik degi seinna 19. desember heima á Meistaravöllum gegn Grindavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -