Leikur Þórs og Vals í kvöld var hin besta skemmtun, jafn leikur og æsispennndi loka
mínútur sem tók verulega á innan vallar sem utan. Lið Vals hefur átt á brattann að
sækja í vetur og fyrir leikinn var liðið aðeins með 6 stig í neðri hluta deildarinnar en Þór
var með 10 stig í 4. sæti deildarinnar.
En Þórsliðið mætti örlítið laskað til leiks þar sem María Sól fékk slæmt höfuðhögg í
bikarleiknum gegn ÍR og því ekki með. Og ekki bætti úr skák að Eva Wium hefur verið
veik og óvíst hvort og þá hversu mikið hún myndi spila.
Hvað um það, gestirnir hófu leikinn mun betur og komust yfir snemma leiks 3:9 áður en
heimakonur tóku við sér. Þegar tvær mínútur lifðu fyrsta leikhluta var jafnt 14:14 og það
sem eftir lifði kom aðeins eitt stig og það kom hjá Þór á vítalínunni. Þór hafði yfir 15:14.
Valskonur komust fljótt yfir í öðrum leikhluta og náðu forystunni og leiddu um stund en
Þór jafnaði 21:21 og komst svo yfir 24:21 þegar leikhlutinn var rétt hálfnaður og hélt
þeirri forystu fram í leikhlé. Þór vann leikhlutann 18:13 og leiddi í hálfleik með sex
stigum 33:27.
Í fyrri hálfleiknum var Amandine atkvæðamest hjá Þór með 14 stig og þá var Eva komin
með 7 stig þrátt fyrir lasleika. Hjá Val var Jiselle komin með 13 stig og Fatoumata Jallow. Athygli vakti að Maddie átti erfitt uppdráttar hvað stigasöfnun viðkemur en hún aðeins
komin með 4 stig.
Þórsarar höfðu til að byrja með góð tök á leiknum í þriðja leikhluta og höfðu um tíma
ellefu stiga forskot 44:33. En Valskonur voru ekki alveg tilbúnar að leggja árar í bát og
bitu frá sér og tóku að vinna upp forskotið jafnt og þétt og þegar leikhlutinn var allur var
munurinn aðeins 2 stig 53:51. Valur vann leikhlutann 20:24.
Ljóst var að þegar lokaspretturinn hófst að úrslitin voru svo langt frá því að vera ráðin.
Bæði lið börðust vel og ætluðu sér sigur og ekkert annað. En lokamínúturnar voru
æsispennandi og þegar einungis fjórar mínútur lifðu leiks hafði Valur jafnað leikinn 67:67
og leikurinn gal opinn andrúmsloftið í höllinni rafmagnað. Liðin misstigu sig sitt og hvað í
æsingnum sem var ógurlegur og þegar rúm mínúta var eftir var staðan 75:74. Þegar
klukkan sýndi 39:51 braut Jiselle á Amandine sem fór á vítalínuna og setti bæði skotin
niður og staðan 77:74. Leikhlé og Valur fær boltann. Fatoumata hitti ekki úr þriggja
stiga skoti og Jiselle braut á Maddie sem fór á vítalínuna og tryggði Þór fimm stiga sigur
með að hitta úr báðum vítaskotunum. Um það bil sem leiktíminn rann út geigaði þriggja
stiga skot hjá Alyssa og sigur Þórs í höfn.
Bæði lið áttu góða spretti en Þórsliðið hafði sterkari taugar á lokasprettinum en
Valskonur lögðu allt sem þær áttu í lokakaflann en allt kom fyrir ekki.
Í liði Þórs var Maddie ótrúleg hún skoraði 11 stig tók 16 fráköst og var með 11
stoðsendingar. Amandine 26/5/2, Eva Wium 15/4/0, Maddie 11/16/11, Esther Fokke
16/5/0, Natalia Lalic 8/4/1, Emma Karólína 3/10/2.
Tölfræði leikmanna Vals: Jiselle Thomas 28/9/3, Alyssa Cerino 18/9/0, Fatoumata
Jallow 18/5/1, Sara Líf 4/2/1, Eydís Eva 4/1/1, Dagbjört Dögg 2/2/3.
Gangur leiks eftir leikhlutum 15:14 / 18/13 (33:27) 20:24 / 26:23 = 79:74
Myndasafn (Palli Jóh)
Umfjöllun, myndir / Palli Jóh