spot_img
HomeFréttirÞjónustu- og fræðslufyrirtækið ANSAathletics tekur til starfa

Þjónustu- og fræðslufyrirtækið ANSAathletics tekur til starfa

ANSAathletics hefur tekið til starfa, en fyrirtækið er þjónustu- og fræðslufyrirtæki sem mun starfa markvisst að því að koma íslensku körfuboltafólki á skólastyrki í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa fréttatilkynningu fyrirtækissins, en það hefur einnig gefið út síðu með öllum upplýsingum sem hægt er að nálgast hér.

Fréttatilkynning:

Þjónustu- og fræðslufyrirtækið ANSAathletics sem starfar markvisst að því að vinna með íslensku körfuknattleiksfólki, drengjum og stúlkum, í að öðlast íþróttastyrk við bandaríska háskóla hefur tekið til starfa. ANSAathletics vinnur með tengslaneti af háskólum vestanhafs og vinnur með íþróttamanninum í að finna ákjósanlegan skóla þannig að einstaklingurinn eflist og þroskist persónulega, körfuknattleikslega og námslega. Undirbúningurinn við að útvega íþróttastyrk við bandaríska háskóla miðar að því að auðvelda umsóknarferlið, meta getu hvers og eins körfuknattleikslega og námslega ásamt því að markaðssetja og kynna leikmanninn fyrir skólum sem falla að getu og áhuga íþróttamannsins þannig að dvölin verði sem árangursríkust og ánægjulegust.

Markmiðið með þessar starfsemi er að fjölga íslensku körfuknattleiksfólki á styrk við bandaríska háskóla og stuðla að haldgóðri menntun og mótun ungs fólks til að takast á framtíðina og um leið byggja undir og bæta gæði íslensks körfuknattleiks og árangur landsliða í keppni til lengri tíma litið.

ANSAathletics er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem einblínir á að vinna með körfuknattleiksfólki við að koma því að framfæri við háskóla vestanhafs. Með faglegu umsóknarferli sem þessu er íþróttamaðurinn meðvitaðri um hvað bíður hans/hennar þegar námið og æfingar hefjast. Með bættum undirbúningi og viðkynningu á milli skóla og leikmanns myndast dýpri tengsl og þekking hjá báðum aðilum áður en skólaganga hefst þannig að minni hætta er á misskilningi og á að væntingar séu ekki rétt stilltar. Það hefur gerst undanfarin ár að leikmenn hafa farið utan og komið aftur heim eftir skamman tíma eða þurft að skipta um skóla eftir fyrstu önn eða fyrsta árið. Slíkar breytingar geta verið afar kostnaðarsamar auk þess að geta valdið því að tímabilið fer forgörðum hjá leikmanninum.

Vanda þarf undirbúning þegar sótt er um íþróttastyrk. Umsóknarferlið tekur talsverðan tíma, eitt jafnvel tvö ár áður en skólavist er áætluð að hefjist. Leggja þarf fram einkunnir, taka tungumála- og inntökupróf, fylla út umsóknir og form hjá skólanum sem undanfari að umsókn um íþróttastyrk. Mikil fjölbreytni er í bandaríska háskólakerfinu þar sem nærri 700 skólar teljast í fyrstu og annarri deild í NCAA. Umsækjendur um íþróttastyrk í háskóla vestanhafs einskorðast ekki einungis við afreksíþróttamenn í körfubolta sem hafa spilað með yngri landsliðum Íslands, þó að slíkt sé kostur, þá er hægt að finna viðeigandi skóla og vinna í að fá styrk fyrir flest áhugasamt körfuknattleiksfólk.

Við hvetjum sem flesta drengi og stúlkur 16 til 20 ára til að skrá sig á www.ansaathletics.com sem fyrsta skref í ferli sem miðar að því að hljóta íþróttastyrk við bandarískan háskóla. Ef það eru fyrirspurnir eða spurningar sem vakna þá vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected]

Takk fyrir og áfram körfubolti.

ANSAathletics teymið,
Danelle Rodriguez, Hlynur Bæringsson og Magnús Ívar Guðfinnsson

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -