spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStólarnir sterkari á lokasprettinum í Síkinu

Stólarnir sterkari á lokasprettinum í Síkinu

Tindastóll hafði betur gegn Aþenu í nýliðaslag 10. umferðar Bónus deildar kvenna í Síkinu í kvöld, 78-73.

Eftir leikinn er Tindastóll í 3.-5. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Keflavík og Þór Akureyri á meðan Aþena er í 7.-10. sætinu með 6 stig líkt og Hamar/Þór, Grindavík og Valur.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Aþena með einu stigi og staðan var jöfn þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 31-31.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Aþena að vera skrefinu á undan, fara mest sjö stigum yfir í þriðja fjórðungnum, en þegar hann er á enda er staðan 40-44. Í lokaleikhlutanum ná heimakonur svo að snúa taflinu sér í vil og eru fimm stigum á undan þegar um fimm mínútur eru til leiksloka. Á því nauma forskoti nær Tindastóll að hanga til loka leiksins og vinna leikinn að lokum með fimm stigum, 78-73.

Atkvæðamest fyrir Tindastól í leiknum var Ilze Jakobsone með 19 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og Randi Brown bætti við 17 stigum og 7 fráköstum.

Fyrir Aþenu var það Ajulu Obur Thatha sem dró vagninn með 13 stigum, 9 fráköstum og henni næst var Teresa Sonia Da Silva með 14 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -