Næst er Skotklukkan komin að Eiríki Frímann Jónssyni leikmanni Skallagríms í fyrstu deild karla. Eiríkur er 17 ára bakvörður sem að upplagi er úr Snæfell, en hann hefur leikið fyrir yngri flokka Skallagríms á síðustu árum, sem og með meistaraflokki þeirra frá síðasta tímabili. Þá hefur hann einnig verið í yngri landsliðum Íslands, nú síðast sumarið 2023 með undir 16 ára liði sem fór á Norðulanda- og Evrópumót.
- Nafn? Eiríkur Frímann Jónsson
- Aldur? Ég er 17 ára
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Snæfell
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Dekka Hörð Axel á fyrsta árinu mínu í meistaraflokki.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Fyrsta skotið mitt í meistaraflokk var airball.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Magnús Engill Valgeirsson
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Keith Jordan Jr.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Knúsa Ragnar Magna Sigurjónsson.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Future eða A$AP Rocky
- Uppáhalds drykkur? Vatnið sem Guðmar fyllir á
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Björgvin Hafþór Ríkharðsson
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Bjarni Godman eða Marinó Pálma.
- Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grundarfjörður
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Cleveland Caveliers
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Allen Iverson
- Sturluð staðreynd um þig? Hef spilað á móti Eli Ellis.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1 eða 5v5
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Kristján Sigurbjörn, Ragnar Magna og Benjamín Karl.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, ég horfi ekki á körfubolta
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? KR og ÍA