Vís bikarinn fór fram um helgina og margir spennandi leikir og ljóst að framundan er spennandi bikarkeppni.
Í Austurbergi tók Bónus deildar lið Aþenu á móti Ármanni sem situr í efsta sæti 1. deildarinnar taplausar eftir átta umferðir. Ármenningar hófu leikinn að krafti og voru komnar í 20-14 forystu eftir fyrsta leikhluta. Forystuna gaf liðið ekki eftir lungan úr leiknum og varð munurinn mestur 16 stig í þriðja leikhluta.
Aþena kom til baka og náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum um miðbik fjórða leikhluta. Það var ekki lengi og náði Ármann að stela forystunni aftur og sigla heim að lokum fjögurra stiga sigri 68-72.
Sannarlega óvæntur sigur 1. deildar liðs Ármanns sem eru á góðu skriði og verða í pottinum þegar dregið verður í 8. liða úrslitum.
Alarie Mayze var stigahæst hjá Ármenningum með 19 stig, þá voru þær Jónína Þórdís og Birgit Ósk öflugarmeð 16 og 15 stig. Ármann skartaði nýjum leikmanni í leiknum en þýski miðherjinn Carlotta Ellenrider gekk til liðs við félagið fyrir helgi frá Snæfell. Hún endaði með 14 stig og 10 fráköst í frumraun sinni.
Hjá Aþenu var Ajuju Thatha öflugust með 24 stig og 12 fráköst. Elektra Mjöll átti fínan leik og endaði með 13 stig.
Mynd: Grétar Már Axelsson