spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞrettán stiga ósigur gegn Bamberg

Þrettán stiga ósigur gegn Bamberg

Martin Hermannsson og Alba Berlin lutu í lægra haldi gegn Bamberg í dag í þýsku bikarkeppninni, 80-67 og eru því úr leik þetta árið.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum skilaði Martin 6 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Alba Berlin hefur átt krefjandi fyrri hluta tímabils í deildarkeppninni, en sem stendur eru þeir í 14. sæti deildarinnar með þrjá sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -