Njarðvíkingar tryggðu sér öruggan sigur og sæti í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins með stórsigri á Selfossi í Stapagryfjunni í kvöld. Lokatölur voru 121-83, og var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins hvert stefndi, enda töluverður getu- og styrkleikamunur á liðunum.
Karfan spjallaði við Bjarma Skarphéðinsson þjálfara Selfoss eftir leik í IceMar höllinni.