Jón Axel Guðmundsson lagði sína gömlu félaga í HLA Alicante þegar lið hans Burgos hafði betur gegn þeim í Primera Feb deildinni á Spáni, 72-65.
Á rúmum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel fimm stigum, tveimur fráköstum og fjórum stoðsendingum.
Eftir leikinn er Burgos í 1.-2. sæti deildarinnar með níu sigra og eitt tap líkt og Fuenlabrada.