Sex leikir voru á dagskrá sextán liða úrslita VÍS bikarkeppni kvenna í dag.
Fimm leikjanna eru þegar búnir og er aðeins einn eftir í kvöld, en það er viðureign Stjörnunnar og Fjölnis.
Upphaflega áttu leikirnir að vera sjö í dag, en þar sem Snæfell gaf leik sinn gegn Grindavík var Grindavík þegar komnar áfram í átta liða úrslitin.
Liðin sem komin eru áfram á þessari stundu eru því Grindavík, Þór Akureyri, Ármann, Hamar/Þór, Tindastóll og Njarðvík, en það síðastnefnda sló út ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur í æsispennandi leik í IceMar höllinni.
Síðasti leikur sextán liða úrslitanna er svo á morgun þar sem að Valur tekur á móti Haukum.
Úrslit dagsins
VÍS bikar kvenna – 16 liða úrslit
Aþena 68 – 72 Ármann
Hamar/ Þór Þ 80 – 65 KR
Selfoss 60 – 102 Tindastóll
ÍR 52 – 104 Þór Ak
Njarðvík 76 – 75 Keflavík
Grindavík 20 – 0 Snæfell
Fjölnir Stjarnan – Á dagskrá kl. 20:00