spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFinnur Freyr: Sjálfstraustið greinilega ekki mikið hjá mönnum

Finnur Freyr: Sjálfstraustið greinilega ekki mikið hjá mönnum

Valsmenn tóku á móti Haukum í 9. umferð Bónusdeild karla.

Fyrir umferðina voru Íslandsmeistararnir í 10. sæti en Haukar í neðsta sæti án sigurs. Fyrirfam mátti því búast við þægilegum sigri heimamanna, en miðað við gengi  Valsmanna það sem af er móti þá gæti þetta orðið af leik.

Haukar eru með nýjan þjálfara eftir að Maté var látinn taka pokann sinn, Emil Barja, sá mikli Haukamaður stýrði liðinu í kvöld.  Leikurinn var fínasta skemmtun, Valur náði fínni forystu í 1. og 3. leikhluta, en Haukar gáfust ekki upp og sigu fram úr í fjórða leikhluta og unnu sinn fyrsta sigur 97-104.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í N1 höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -