spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueFramlengdur sigur í EuroLeague

Framlengdur sigur í EuroLeague

Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu framlengdan sigur á Virtus Bologna í EuroLeague í kvöld, 88-90.

Martin er nýkominn af stað aftur með Alba Berlin eftir meiðsli og lék rúmar 24 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hann fjórum stigum, frákasti, sex stoðsendingum og stolnum bolta.

Sigur kvöldsins nokkuð kærkominn fyrir Alba Berlin, sem ekki hefur gengið vel það sem af er deildarkeppni í EuroLeague, en liðið hefur unnið þrjá af fyrstu þrettán leikjum sínum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -