spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStólarnir lögðu toppliðið í Síkinu

Stólarnir lögðu toppliðið í Síkinu

Tindastóll lagði topplið Hauka í Síkinu í kvöld í 9. umferð Bónus deildar kvenna, 90-86.

Eftir leikinn er Tindastóll með 10 stig á meðan Haukar eru tveimur sigurleikjum fyrir ofan með 14 stig.

Staðan í deildinni

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur í upphafi þar sem heimakonur í Tindastóli leiddu með 13 stigum eftir fyrsta fjórðung, 26-14. Gestirnir ná þó áttum undir lok hálfleiksins og er staðan nokkuð jöfn þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 43-44.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná Haukar svo að halda áhlaupi sínu áfram og eru þær komnar með þægilega 11 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-69. Heimakonur í Tindastóli gera í framhaldinu vel að snúa taflinu aftur sér í vil á lokamínútunum og vinna að lokum gífurlega sterkan fjögurra stiga sigur, 90-86.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Oumoul Khairy Sarr Coulibaly með 26 stig, 6 fráköst og Randi Keonsha Brown bætti við 19 stigum og 7 fráköstum.

Fyrir Hauka var Eva Margrét Kristjánsdóttir best með 26 stig og 10 fráköst. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 22 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -