Næst er Skotklukkan komin að Hönnu Gróu Halldórsdóttur. Hanna Gróa er 17 ára gamall framherji sem að upplagi er úr Keflavík, en þar hefur hún leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki félagsins frá síðustu leiktíð. Á yfirstandandi tímabili er hún að leika tæpar 9 mínútur að meðaltali í leik fyrir liðið sem er í efstu sætum Bónus deildar kvenna. Þá hefur hún leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum, nú síðast var hún með undir 18 ára liði stúlkna sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.
- Nafn? Hanna Gróa Halldórsdóttir
- Aldur? 17
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Keflavík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við vorum Íslandsmeistarar 22/23 í ungmennaflokki.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Örugglega bara air-ball í leik.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Sigurlaug Eva í Keflavík
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Jasmine Dickey
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei er ekki með neina hjátrú.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can
- Uppáhalds drykkur? Vatn og kókómjólk alltaf góð.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Lidia
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Jóhanna Ýr úr Hamar/Þór.
- Í hvaða skóm spilar þú? KD 16 aunt pearl.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Keflavík
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Golden State Warriors
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma mín
- Sturluð staðreynd um þig? Var valin í landsliðsúrtak í fótbolta.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi hjá öðrum liðum.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ásdisi Elvu í Keflavík, Jóhönnu Ýr úr Hamar/Þór og Kolbrúnu Maríu úr Stjörnunni.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, smá með fótbolta.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei, en líklegast Aþenu.