Landsliðskonan Danielle Rodriguez og Fribourg lögðu Nyon í dag í svissnesku úrvalsdeildinni, 47-85.
Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 18 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hún var framlagshæst í liði Fribourg í leiknum.
Fribourg eru eftir leikinn sem áður í efsta sæti deildarinnar, enn taplausar eftir fyrstu átta umferðir deildarkeppninnar.