spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAftur af stað með Alba Berlin

Aftur af stað með Alba Berlin

Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap gegn Ludwigsburg í þýsku úrvalsdeildinni, 60-74.

Martin er að komast aftur af stað með liðinu eftir að hafa verið meiddur síðustu vikur, lék rúmar 15 mínútur í dag og skilaði þremur stigum, tveimur fráköstum og stoðsendingu.

Lítið hefur gengið hjá Alba Berlin það sem af er tímabili, en eftir leikinn eru þeir í 14. sæti deildarinnar með þrjá sigra og sex töp.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -