spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverfur á braut í Hafnarfirði

Hverfur á braut í Hafnarfirði

Máté Dalmay og Haukar hafa komist að samkomulagi um að hann muni hætta þjálfun liðsins. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu í kvöld.

Máté hefur verið með liðið síðustu þrjú tímabil. Á sínu fyrsta ári með liðið kom hann þeim upp í Bónus deildina með sigri í fyrstu deildinni. Sem nýliðar í efstu deild endaði liðið í 3. sæti. Öllu verr gekk hjá þeim á síðasta tímabili, þar sem liðið var ekki í úrslitakeppni og það sem af er þessu tímabili hefur liðið ekki unnið leik.

Ásamt Máté mun aðstoðarþjálfarinn Sævar Ingi Haraldsson einnig hverfa á braut, en við stjórnartaumum liðsins mun taka Emil Barja, sem mun þá vera með bæði Bónus deildar lið félagsins, kvenna og karla.

Tilkynning:

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka og Maté Dalmay hafa komist að samkomulagi að hann hætti störfum sem þjálfari liðsins. Sævar Ingi Haraldsson aðstoðarþjálfari mun einnig hætta störfum. Stjórn körfuknattleiksdeildar vill þakka Maté og Sævari fyrir vel unnin störf og þeirra framlag til félagsins á undanförnum árum.

Emil Barja þjálfari meistaraflokks kvenna mun taka við liðinu tímabundið og stýra liðinu í næstu leikjum.

Fréttir
- Auglýsing -