spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og félagar halda í efsta sætið - Frábær frammistaða gegn...

Jón Axel og félagar halda í efsta sætið – Frábær frammistaða gegn Hestia Menorca

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos báru sigurorð af Hestia Menorca í Primera Feb deildinni á Spáni, 91-81.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 20 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 5 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur í liði Burgos í leiknum.

Jóni Axeli og félögum hefur vegnað afar vel á yfirstandandi tímabili, en þeir eru eftir leik dagsins í efsta sæti deildarinnar með átta sigra og aðeins eitt tap það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -