Tryggvi Snær Hlinason n mátti þola tap með Bilbao gegn sínum gömu félögum í Zaragoza í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 82-71.
Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 7 stigum, 9 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.
Bilbao eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með þrjá sigra og sex töp það sem af er tímabili.