spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar kjöldregnir í Umhyggjuhöllinni

Þórsarar kjöldregnir í Umhyggjuhöllinni

Stjarnan lagði Þór nokkuð örugglega í lokaleik 8. umferðar Bónus deildar karla í dag, 124-82.

Með sigrinum heldur Stjarnan í við Tindastól í efsta sæti deildarinnar með 14 stig. Þór er hinsvegar í 5.-8. sætinu með 8 stig líkt og Keflavík, Álftanes og KR.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins ekkert sérstaklega spennandi. Stjarnan leiddi frá byrjun til enda, með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 21 stigi í hálfleik, 29 stigum eftir þrjá leikhluta og sigra svo að lokum með 42 stigum, 124-82.

Stigahæstir fyrir Stjörnuna í leiknum voru Orri Gunnarsson 26 stig, Hilmar Smári Henningsson 20 stig, Jase Febres 22 stig og þá var Ægir Þór Steinarsson með laglega tvennu, 12 stig og 12 stoðsendingar.

Tölfræðin öllu tíðindaminni hjá Þór, en fremstir þar voru Marreon Jackson með 25 stig og Jordan Semple með 14 stig, 11 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -