Njarðvík mætti á Ásvelli í kvöld og voru staðráðnir í að komast á ný á sigurbraut eftir tvö töp. Haukamenn voru jafn ákveðnir í að snúa við 7-0 taphrinu og sækja sinn fyrsta sigur.
Fyrir leik voru leikmenn Hauka frá tæpum 40 árum mættir sem heiðursgestir er fánar er minnast bikartiltla þeirra ára voru afhjúpaðir.
Þá að leik kvöldsins, hann var jafn til að byrja með og liðin skipust á að leiða þar til kom fram í annan leikhluta. Þá settu Njarðvík í annan gír og heimamenn áttu fá svör. Gott áhlaup gestanna skiluðu þeim 11 stiga forystu inn í leikhlé, 38-49.
Njarðvíkingar komu miklu betur stemndir til leiks eftir hállfleik og Haukar áttu fá svör og virkuðu staðir. Nýr leikmaður þeirra, Steven Jr. Verplancken, var kröftugur og var að stappa stálinu í sína menn allan leikinn en það dugði ekki til
Fyrir loka leikhlutan var Njarðvík með 20 stiga forystu, 55-75.
Haukar mættu miklu ákveðnari til fjórða leikhluta en í hinum fyrri. Þeir voru að berjast um boltann og keyra á körfuna. Það var mikið skotið en nýtingin hefði þurft að vera miklu betri og einhver pirringur var til staðar sem hjálpaði lítið. Njarðvíkingar leiku miklu betur sem lið og voru ekkert á því að gefa neitt eftir og héldu áfram með þéttan leik.
Lokatölur 74-91
Mate á verk fyrir höndum að fá leikmenn sína til að trúa á liðsheildina og hafa meira gaman af leiknum.
Stigahæstir hjá Haukum voru Steven með 18 stig og Steeve með 16
Hjá Njarðvík var Mario með góða tvennu, 26 stig og 12 fráköst og Veigar var með 25 stig.