spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIðnaðarsigur Grindavíkur í Blue höllinni

Iðnaðarsigur Grindavíkur í Blue höllinni

Grindavík hafði betur gegn Keflavík í Blue höllinni í kvöld í 8. umferð Bónus deildar karla, 96-104.

Eftir leikinn er Grindavík einum sigurleik frá toppliðum deildarinnar með 10 stig á meðan Keflavík er sæti neðar með 8 stig.

Fyrir utan augnablik í öðrum fjórðung og við fjórðungsmót þriðja og fjórða leikhluta má segja að Grindavík hafi leitt leik kvöldsins frá byrjun til enda. Undir lokin voru Keflvíkingar þó ekki langt undan og þurfti Grindavík að hafa fyrir því að sigla sigrinum í höfn, 96-104.

Mikið til tókst Grindavík að innsigla sigurinn þökk sé Daniel Mortensen, en ekki var hann aðeins frábær fyrir þá á brakmínútum leiksins, heldur skilaði hann í heildina 32 stigum og 14 fráköstum. Honum næstur í Grindavíkurliðinu var Devon Thomas með 19 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.

Fyrir Keflavík var það nýi leikmaðurinn Ty-Shon Alexander sem dró vagninn með 26 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Þá bætti Jarell Reischel við 18 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -