spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMagnaður sigur hjá ÍR í spennutrylli

Magnaður sigur hjá ÍR í spennutrylli

Nýliðar ÍR tóku á móti núverandi Íslandsmeisturm Vals í Skógarselinu.  ÍR-ingar með nýjan en samt gamlan þjálfara í sínum fyrsta leik, Borche Ilievski. Valsmenn voru síðan að endurheimta sinn þjálfara aftur eftir langt veikindaleyfi, Finnur Freyr er mættur. Fyrirfram mátti búast kannski við auðveldum Valssigri, en þeir kjöldrógu ÍR inga í bikarkeppninni. Leikurinn var stórskemmtilegur og frekar jafn allan leikinn, ÍR náðu að kreista fram sigur 84-83.

ÍR-ingar byrjuðu leikinn aðeins betur, höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta, spiluðu afbragðs vörn. Valsmenn  voru þó aldrei langt undan og má segja að þrátt fyrir undirtök ÍR inga þá var þessi leikhluti í járnum. Það var síðan Badmus, eins og ansi oft áður, sem sá um að koma Valsmönnum í forystu með tveimur 3 stiga körfum og Valur leiddi 19-22. Þar af er Badmus með 15 stig.

Annar leikhluti byrjar svipað og sá fyrsti, ÍR með töggl og haldir án þess þó að stinga neitt af. Á meðan Badmus er utan vallar þá eiga Valsmenn erfitt með að koma stigum á töfluna. Nema núna voru ÍR-ingar ekki að leyfa Valsmönnum að komast yfir, heldur hægt og rólega juku þeir forskot sitt og náðu mest 13 stiga forystu, en Valsmenn réðu lítið við Jacob Falko, en í hálfleik fóru heimamenn með 10 stiga forystu, 46-36.

Eitthvað hefur Finnur sagt við sína menn og þeir komu út með blóð á tönnunum, Kristnn Páls sem hafði verið hálf týndur í fyrri hálfleik, setti niður tvær þriggja stiga körfur og skyndilega voru Valsmenn búnir að ná þessu niður í tvö stig, þegar Borche var nóg boðið og henti í leikhlé, sem dugði til að stöðva blæðinguna.  En Valsmenn voru komnir á bragðið og meitluðu út 5 stiga forskot eftir 3 leikhluta, 59-64

Bæði lið ætluðu svo sannarlega að kreista fram sigur í fjórða leikhluta. Liðin skorðu eða hittu ekki á víxl. Falko tók sinna ráða og setti niður tvo þrista og jafnaði leikinn, eitthvað sló þetta gestina útaf laginu og ÍR náði forystunni þegar leikhlutinn var hálfnaður. Restin af leiknum var æsispennandi og skemmtilegur. Þegar 20 sekúndur eru eftir jafna ÍR leikinn. Valsmenn eiga sókn en missa boltann klaufalega frá sér, ÍR taka leikhlé þegar um 7 sekúndur eru eftir af leiknum. Badmus brýtur klaufalega á Zarko sem skorar úr öðru vítinu og kemur ÍR einu stigi yfir, 0,4 sekúndur eftir. Valur klikkar og ÍR unnu sigur sem hefði getað dottið hvoru megin sem.

Stighæstir hjá ÍR var Falko með 31 stig  og 7 stoðsendingar. Matej kom með 21 stig. Björgvin kemur síðan skemmtilega inn í þetta ÍR lið og setur 16 stig og 11 fráköst. Hjá Val var eins og venjulega Badmus stighæstur með 30 stig 8 fráköst.  Kristinn Páls kom næstur með 16 stig.

Næstu leikir þessara liða í Subway deildinni  verða 5. desember þegar ÍR heimsækja KR og Valsmenn fá Haukana í heimsókn. 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -