spot_img
HomeLandsliðinUndir 20 ára lið kvenna í deild þeirra bestu

Undir 20 ára lið kvenna í deild þeirra bestu

Undir 20 ára kvennalið Íslands mun leika í A deild Evrópumótsins sumarið 2025. Staðfestir sambandið þetta með fréttatilynningu í morgun.

Samkvæmt tilkynningunni mun Ísland hafa tekið boði FIBA um að færast upp um deild, en boðið fékk sambandið vegna þess að U20 liðið endaði í 4. sæti B deildarinnar síðasta sumar.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem yngra kvennalið Íslands leikur í A deild Evrópumóts. Ísland mun því vera með tvö lið í fremstu röð næsta sumar, en síðustu ár hefur U20 karla einnig leikið í A deildinni.

Tilkynning KKÍ:

KKÍ hefur þegið boð FIBA Europe um að leika í A deild U20 kvenna á á næsta ári. Ástæðan fyrir boði FIBa Europe er sú að eitt land dró sitt lið úr keppni A-deildar og samkvæmt reglum FIBA Europe er það liðið sem endaði í 4. sæti í B-deild þegar síðasta EM fór fram sem sem boðið er sætið. Það er mikil gleði að góður árangur liðsins í sumar hefur skilað okkur fyrsta A-deildarsæti/lokamótsti í sögu kvennalandsiða okkar. Bæði U20 lið landslið okkar munu því keppa næsta sumar í A-deild EM sem er frábær árangur og sýnir vel þá uppbyggingu sem hefur verið undanfarin ár hjá aðildarfélögum KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -