spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚr Ármanni til liðs við nýliðana

Úr Ármanni til liðs við nýliðana

Nýliðar Hamars/Þórs í Bónus deildinni hafa samið við þær Huldu Ósk Bergsteinsdóttur og Fanney Ragnarsdóttur fyrir yfirstandandi átök. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Hulda er 25 ára miðherji og Fanney er 28 ára bakvörður, en báðar koma þær nú úr Ármanni. Þá tilkynnir félagið einnig að samningi hafi verið sagt upp við Teresa Sonia Da Silva.

Fréttatilkynning:

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir er 25 ára miðherji sem kemur með góða reynslu inn í liðið okkar. Hún spilaði með Þór Akureyri í Subway deildinni síðasta leiktímabil og hóf þetta leiktímabil með Ármanni áður en hún færði sig yfir til okkar. Þar áður hefur hún spilað fyrir KR og Njarðvík. Hulda Ósk er er sterk undir körfunni og kemur til með að styrkja okkur vel í baráttunni þar undir, bæði í vörn og sókn.

Fanney Ragnarsdóttir er 28 ára bakvörður sem kemur einnig til okkar frá Ármanni. Fanney er reynslumikill leikmaður bæði úr 1. deild og úrvalsdeild. Hún hefur lengst af spilað með Fjölni og KR, en spilaði síðasta tímabil og byrjun þessa tímabils með Ármanni í 1. deildinni. Fanney er kraftmikill leikmaður sem mun styrkja liðið okkar vel í baráttunni í vetur.

Við bjóðum þær Huldu Ósk og Fanneyju velkomnar í Hamar-Þór

Af leikmannamálum er einnig það að frétta að samningi við Teresa Sonia Da Silva var sagt upp fyrr í vikunni. Við þökkum Teresa kærlega fyrir samstarfið í haust og óskum henni góðs gengis í komandi verkefnum

Fréttir
- Auglýsing -