Lokaleikir Íslands í undankeppni EuroBasket 2025 fara fram í febrúar, en þá mætir liðið Ungverjalandi úti þann 20. áður en keppninni er lokið með heimaleik gegn Tyrklandi þann 23. febrúar.
Vaskleg framganga liðsins í keppninni til þessa hefur skapað mikla eftirspurn eftir miðum á heimaleik liðsins í febrúar og mun KKÍ svara því með því að hefja miðasöluna á morgun, en nokkuð öruggt er að það verði uppselt á leikinn.
Líklegt er að þessir tveir leikir munu skera úr um hvort liðið kemst á lokamótið sem fram fer næsta haust, en ef af því yrði væri það í þriðja skiptið á 10 árum sem íslenska karlalandsliðið færi á lokamót EuroBasket.