spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Lögðu Ungverjaland aftur og eru á leiðinni á lokamót EuroBasket

Lögðu Ungverjaland aftur og eru á leiðinni á lokamót EuroBasket

Ísland mætir Ítalíu nú í kvöld í seinni leik annars glugga undankeppni EuroBasket 2025.

Ísland er í riðli með Ungverjalandi og Tyrklandi í undankeppninni, en efstu þrjú lið riðilsins munu fara áfram á lokamótið. Líkt og Ísland og Ítalía léku Ungverjaland og Tyrkland tvo leiki, heima og heiman, í þessum öðrum glugga keppninnar.

Fyrri leikinn vann Tyrkland örugglega heima fyrir helgina, en rétt í þessu höfðu þeir fimm stiga sigur úti í Ungverjalandi, 76-81. Ungverjaland nær því ekki að jafna Ísland að sigrum í þessum glugga keppninnar, en eini sigur Íslands í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar var einmitt gegn Ungverjalandi heima í Laugardalshöll fyrr á þessu ári.

Með sigrinum tryggði Tyrkland sig áfram á lokamótið þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir, en þeir fara fram í febrúar. Í þeim munu þeir mæta Ítalíu áður en þeir loka undankeppninni með leik gegn Íslandi í Laugardalshöllinni.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -