spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Nær Ísland að gera ítölum skráveifu? Leikur kl. 19:30 í Reggio Emilia

Nær Ísland að gera ítölum skráveifu? Leikur kl. 19:30 í Reggio Emilia

Ísland mætir Ítalíu kl. 19:30 í Palabigi höllinni í Reggio Emilia í kvöld í fjórða leik undankeppni EuroBasket 2025. Til þessa hefur Ísland unnið Ungverjaland og tapað fyrir Tyrklandi og Ítalíu í keppninni.

Leikurinn er annar tveggja sem leiknir eru gegn Ítalíu í þessum glugga keppninnar, en síðastliðinn föstudag mátti Ísland þola tap heima í Laugardalshöll gegn liðinu.

Hérna er heimasíða mótsins

Þar sem efstu þrjú lið þessa fjögurra liða riðils munu komast áfram á lokamótið má segja að Ísland sé í dauðafæri að tryggja sig á það. Sigur gegn Ítalíu í kvöld er ekki nauðsynlegur til það verði að veruleika, en hann myndi þó fara langa leið með það ef af honum yrði.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 frá kl. 19:20.

Leikur dagsins

Undankeppni EuroBasket 2025

Ítalía Ísland – kl. 19:30

Fréttir
- Auglýsing -