Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld aftur fyrir Maine Black Bears í bandaríska háskólaboltanum, 70-53, en í gær höfðu þær tapað fyrir þeim með 21 stigi, 67-46. Bearcats hafa það sem af er tímabili unnið fjóra leiki og tapað tíu, en þær eru í 6. sæti American East deildarinnar.
Á 20 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Birna Valgerður 18 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu, en hún leiddi liðið í stigaskorun. Næsti leikur Bearcats er samkvæmt skipulagi ekki fyrr en 13. febrúar gegn Albany Great Danes.