spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Haukur Helgi: Væri náttúrulega algjör draumur að komast aftur inn á svona...

Haukur Helgi: Væri náttúrulega algjör draumur að komast aftur inn á svona stórmót

Ísland mætir Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld í þriðja leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Til þessa hefur liðið unnið einn leik og tapað einum og er því í góðri stöðu til að tryggja sig á lokamótið fyrir síðustu fjóra leiki riðilsins, en í þessum glugga mæta þeir Ítalíu heima og heiman. Í síðasta glugga keppninnar í febrúar munu þeir svo mæta Ungverjalandi ytra og Tyrklandi heima.

Hérna er hægt að kaupa miða á leik kvöldsins

Karfan kom við á æfingu hjá liðinu og ræddi við leikmann þeirra Hauk Helga Pálsson um mótherjann og leikina tvo. Haukur Helgi er einn af aldursforsetum liðsins, en hann ásamt fyrirliðanum Ægi Þór Steinarssyni er eini leikmaðurinn sem bæði var með liðinu á lokamóti EuroBasket 2015 og 2017.

Fréttir
- Auglýsing -