Ísland mætir Ítalíu í Laugardalshöll annað kvöld í þriðja leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.
Til þessa hefur liðið unnið einn leik og tapað einum og er því í góðri stöðu til að tryggja sig á lokamótið fyrir síðustu fjóra leiki riðilsins, en í þessum glugga mæta þeir Ítalíu heima og heiman. Í síðasta glugga keppninnar í febrúar munu þeir svo mæta Ungverjalandi ytra og Tyrklandi heima.
Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu og ræddi við leikmann liðsins Kristinn Pálsson. Kristinn hefur verið fastamaður í íslenska liðinu á síðustu árum og hefur verið mikill stígandi í hans leik þar. Kristinn ætti að vera flestum hnútum kunnugur í ítalska liðinu, en sem ungur maður lék hann fyrir Stella Azzurra í Róm í tvö ár.