Ísland mun um næstu helgi leika tvo leiki gegn Ítalíu í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudag, en mánudaginn eftir helgi mun liðið leika gegn þeim ytra í Reggio Emilia.
Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn
Karfan heyrði í fyrirliða liðsins Ægi Þór Steinarssyni. Sagði hann liðið vera koma vel saman. Það hafi átt gott sumar þar sem það snerti á sókn og vörn, þar af leiðandi séu þeir ansi snöggir inn í hlutina og í ofanálag þekki þeir hvorn annan nokkuð vel. Íslenska liðið hefur unnið marga sterka sigra á síðustu árum og er heimaleikur gegn Ítalíu í undankeppni síðustu heimsmeistarakeppni einn af þeim, varðandi mikilvægi þess fyrir liðið að hafa unnið svo stóra leiki sagði Ægir “Það er mikilvægt að eiga stóra leiki undir beltinu þar sem við höfum sótt sigra á móti góðum þjóðum. Það gefur okkur trúna á verkefnið” Mikil stemning hefur myndast á heimaleikjum Íslands í síðustu keppnum og varðandi væntingar fyrir komandi glugga sagði fyrirliðinn “Ég væri til að þessi á leikur á föstudaginn verði svona samspil okkar áhorfenda. Ég væri til í að Ítalir muni finna fyrir orkunni okkar og áhorfenda á sama tíma. Þá gerast góðir hlutir”