spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaB lið KR kjöldregið í Árbænum

B lið KR kjöldregið í Árbænum

Fylkismenn tóku á móti KR b í topp slag í annarri deild karla á sunnudaginn. Fyrir leikinn höfðu KR b einungis tapað einum leik í deildinni á tímabilinu og því voru heimamenn tilbúnir í hörkuleik.

Fylkismenn voru ákveðnir í upphafi leiks og ætluðu að koma inn í leikinn af krafti. Eftir að Björn Kristjánsson setti niður þrist í fyrstu körfu leiksins skoruðu Fylkir 13 stig í röð, þar á meðal þrjú þriggja stiga skot og komust 10 stigum yfir. Fylkismenn héldu uppteknum hætti út fyrsta leikhlutann en staðan eftir 10 mínútur var 21-8 fyrir Fylki. 

Heimamenn vildu keyra upp tempóið í leiknum og náðu því í öðrum leikhluta. Pressa allan völlinn og hraðar sóknir Fylkis náðu að þreyta gestina sem eru aðeins reynslumeiri í boltanum mætti segja. Staðan í hálfleik var 53-29 fyrir Fylki. 

Reynsuboltarnir í KR b gáfust ekki upp í seinni hálfleik og náðu nokkrum öflugum á áhlaupum. Skotin fóru að detta meira en í fyrri hálfleik hjá KR b en það dugði ekki til gegn sterkum heimamönnum. Seinni hálfleikur fór 54-43 fyrir Fylki sem unnu þægilegan sigur á þessu kalda sunnudagskvöldi í Árbænum, 107-72.

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -