Kristófer Acox leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bónus deild karla var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.
Síðasta vor varð Kristófer Íslandsmeistari með Val, en titillinn var sá fimmti sem hann hefur unnið síðan hann kom heim úr háskólaboltanum árið 2017 og á þessum tíma hefur hann í þrígang verið valinn besti leikmaður deildarinnar.
Kristófer er KR-ingur að upplagi þó svo hann leiki fyrir Val í dag, en ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir Star Hotshots í Filipseyjum, Denain í Frakklandi og þá var hann með Furman Paladins í bandaríska háskólaboltanum. Þá hefur Kristófer einnig verið mikilvægur hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum, en hann fór meðal annars með þeim á lokamót EuroBasket árið 2017. Í heild hefur hann leikið 51 leik fyrir A landsliðið síðan hann lék sinn fyrsta leik árið 2015.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn Kristófer valdi í sína fyrstu fimm, en hann kaus að fara þá leið að setja saman þrjú lið. Eitt fyrir íslenska leikmenn, annað fyrir erlenda atvinnumenn og það þriðja af samherjum í íslenska landsliðinu.
Íslenskir leikmenn:
Jón Arnór Stefánsson
Martin Hermannsson
Brynjar Þór Björnsson
Kári Jónsson
Pavel Ermolinskij
Erlendir atvinnumenn:
Julian Boyd
Taiwo Badmus
Callum Lawson
Mike Dinunno
Pablo Bertone
Samherjar í landsliðinu:
Haukur Helgi Pálsson
Tryggvi Hlinason
Jón Arnór Stefánsson
Elvar Már Friðriksson
Martin Hermannsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.