Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld fyrir Maine Black Bears í bandaríska háskólaboltanum, 67-46. Bearcats hafa það sem af er tímabili unnið fjóra leiki og tapað níu, en þær eru í 6. sæti American East deildarinnar.
Á 19 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Birna Valgerður 6 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Bearcats og Black Bears mætast í annað skipti annað kvöld, sunnudag 24. janúar.